Forsætisnefnd - Fundur nr. 149

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 27. september, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. október nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

-Kl. 11.10 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

Tillaga borgarstjóra um aðgerðir gegn kynbundnum launamun, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. september

Úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september

Breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðar nr. 7 við Brautarholt, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. september

2. Fram fer umræða um meðferð mála af Betri Reykjavík. Forsætisnefnd óskar eftir því að endurskoðun á reglum um meðferð mála af Betri Reykjavík auk þess sem nauðsynlegt er endurmeta gildandi fyrirkomulag um fyrirtöku og afgreiðslu fagráða á efstu málum af Betri Reykjavík. Forsætisnefnd telur að nauðsynlegt sé að skipa starfshóp um endurskoðunina og óskar eftir því að fá að tilnefna fulltrúa í slíkan hóp, verði hann stofnaður.

3. Kynntar eru hugmyndir um starfskynningu fulltrúa í ungmennaráði Reykjavíkur með borgarfulltrúum. Frestað.

4. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar með ungmennaráði Reykjavíkur. Samþykkt að boða verkefnastjóra af skrifstofu tómstundamála hjá skóla- á frístundasviði á undirbúningsfund með nefndinni.

5. Kynntar er hugmyndir um tímasetningu sameiginlegs fundar borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar, en lagt er til fundurinn verði haldinn 7. febrúar 2014. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna áfram að málinu og kynna tillögurnar fyrir fulltrúa bæjarstjórnarinnar.

6. Lagðar fram úthlutunarreglur vegna sumarbústaðs borgarstjórnar á Úlfljótsvatni.

Fundi slitið. kl. 11.55.
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson