Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2013, föstudaginn 30. ágúst, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.05. Viðstödd var Elsa Hrafnhildur Yeoman. Einnig sátu fundinn Júlíus Vífill Ingvarsson, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. september nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um dagvistun og leikskólamál (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) Umræða um umferðaröryggi (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
- Kl. 11.10 tekur Sigurður Björn Blöndal sæti á fundinum.
2. Lagt fram til kynningar yfirlit um móttökur á tímabilinu 3. október 2011 – 25. ágúst 2013 sem voru samþykktar á skrifstofu borgarstjórnar skv. 5 gr. í reglum um opinberar móttökur vegum Reykjavíkurborgar sem samþykktar hafa verið á skrifstofu borgarstjóra. Anna Karen Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Kynnt eru ný vefsíða vegna beinnar útsendingar og gagna á fundum borgarstjórnar. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Samþykkt að skipa Ívar Örn Ívarsson ad-hoc umboðsmann borgarbúa í máli nr. U- 23/2013 Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Kynnt tillaga umboðsmanns borgarbúa að frumkvæðisrannsóknum dags. 30. ágúst 2013. Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Rætt um breytingar á vinnuaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.
Fundi slitið kl. 12.05
Elsa Yeoman
Sigurður Björn Blöndal