No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2013, fimmtudaginn 13. júní, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í fundarsal borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Björk Vilhelmsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 7. júní 2013, þar sem tilkynnt er að Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. júní nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að viðskiptavinir Bílastæðasjóðs fái frítt í strætó Umræða um jarðhita á Hengilssvæði (að beiðni allra flokka) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara; formannskjör Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara; formanns- og varaformannskjör Kosning þriggja manna í yfirkjörstjórn vegna borgarstjórnarkosninga 2014 og þriggja til vara Kosning fulltrúa í íþrótta- og tómstundaráð Kosning fulltrúa í skóla- og frístundaráð Kosning varamanns í menningar- og ferðamálaráð Kosning fulltrúa í hverfisráð Breiðholts Kosning fulltrúa í hverfisráð Miðborgar Kosning fulltrúa í barnaverndarnefnd Umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar
Fundi slitið kl. 11.20
Björk Vilhelmsdóttir
Óttarr Ólafur Proppé