Forsætisnefnd - Fundur nr. 146

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 31. maí, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Júlíus Vífill Ingvarsson. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. júní nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stofnun sparnaðar- og hagræðingarnefndar.

- Kl. 11.25 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um nýja samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og fyrirliggjandi breytingartillögur.

3. Rætt um hátíðahöld 19. júní nk. Samþykkt að fela mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjórnar undirbúning hátíðahaldanna í samráði við Sóleyju Tómasdóttur f.h. forsætisnefndar.

4. Lögð fram drög að samþykktum Öldungaráðs í Reykjavík. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Félags eldri borgara dags. 15. apríl sl og Samtaka aldraðra dags. 11. mars sl. ásamt umsögn mannréttindaskrifstofu.

5. Lagt fram bréf heilbrigðisnefndar Reykjavíkur dags. 23. maí 2013 um endurskoðun samþykktar fyrir nefndina ásamt greinargerð heilbrigðisnefndar. Forsætisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Vísað til borgarráðs 6. Rætt um kosningar í nefndir og ráð sem fram fara á fundi borgarstjórnar 18. júní

Fundi slitið. kl. 12.06