Forsætisnefnd - Fundur nr. 145

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 10. maí, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, og Einar Örn Benediktsson. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 14. maí nk.

2. Lögð fram skýrsla umboðsmanns borgarbúa um vinnuferð til Kaupmannahafnar dags. 23. apríl 2013.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið og næsta lið í fundargerðinni. - Kl. 12.10 tóku Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

3. Lögð fram drög að samþykkt fyrir embætti umboðsmanns borgarbúa dags. 23. apríl 2013.

- Kl. 12.30 tekur Óttarr Ólafur Proppé sæti á fundinum og Einar Örn Benediktsson víkur af fundi. 4. Fram fer umræða um fyrirhugaða fjölgun borgarfulltrúa í samræmi við ákvæði 11. gr. sveitarstjórnarlaga. 5. Lögð fram að nýju samþykkt tillaga um stofnun öldungaráðs í Reykjavík. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Félags eldri borgara dags. 15. apríl sl. og Samtaka aldraðra dags. 11. mars sl. ásamt umsögn mannréttindaskrifstofu. Frestað.

Fundi slitið kl. 13.00

Elsa Yeoman

Óttarr Ólafur Proppé Björk Vilhelmsdóttir