Forsætisnefnd - Fundur nr. 144

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 3. maí, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. maí nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

-Kl. 11.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tilflutning á stökum frídögum launafólks að vori. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri Grænna um stofnun Jafnréttisskóla Reykjavíkur Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara sbr. 16. lið fundargerð borgarráðs frá 18. apríl. Eigendastefna Sorpu sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl. Eigendastefna Strætó sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. apríl. Umræða um skýrslu úttektarnefndar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 2. Lögð fram tillaga að nýrri samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Samþykkt að leggja samþykktina fram á fundum borgarstjórnar þann. 21. maí og 4. júní nk. Jafnframt er samþykkt að boða til kynningarfundar með borgarfulltrúum.

3. Fram fer umræða um fyrirhugaða fjölgun borgarfulltrúa í samræmi við ákvæði 11. gr. sveitarstjórnarlaga. Samþykkt að boða til aukafundar í forsætisnefnd 10. maí nk. til að fjalla um málið.

4. Lagt fram að nýju bréf bæjarstjórnar Akureyrar dags. 20. febrúar sl. um samstarfsvettvang bæjarstjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur. Samþykkt að skipa Dag B. Eggertsson, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Sóleyju Tómasdóttur.

5. Lögð fram að nýju samþykkt tillaga um stofnun öldungaráðs í Reykjavík. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Félags eldri borgara dags. 15. apríl sl. og Samtaka aldraðra dags. 11. mars sl. ásamt umsögn mannréttindaskrifstofu. Frestað. 6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. maí sl. um þóknun til fulltrúa í bílastæðanefnd þar sem lagt er til að þóknunin miðist við flokk II. Samþykkt.

7. Fram fer umræða um málsmeðferð hugmynda af Betri Reykjavík. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

8. Fram fer umræða um sumarbústað borgarstjórnar á Úlfljótsvatni. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

9. Lögð fram skýrsla umboðsmanns borgarbúa um vinnuferð til Kaupmannahafnar dags. í mars 2013. Frestað.

10. Lögð fram drög að samþykkt fyrir embætti umboðsmanns borgarbúa. Frestað.

11. Fram fer umræða um sumarleyfi borgarstjórnar. Samþykkt að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí- og ágústmánuði.

Fundi slitið kl. 12.10

Elsa Yeoman

Óttarr Ólafur Proppé Björk Vilhelmsdóttir