Forsætisnefnd - Fundur nr. 142

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 12. apríl, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.10. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 30. apríl nk.

2. Kynnt eru síðustu drög að nýrri samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að kynna drögin fyrir stjórnkerfisnefnd að nýju.

3. Rætt var um skipun fulltrúa í samstarfsnefnd Reykjavíkur og Akureyrar. Frestað.

4. Rætt var um næsta fund borgarstjórnar Reykjavíkur með ungmennaráði Reykjavíkur. Samþykkt að leggja til að undirbúningsfundur verði haldinn í september.

5. Rætt var um erindi af Betri Reykjavík sem eru til meðferðar hjá ráðum Reykjavíkurborgar. Frestað.

Fundi slitið kl. 11.30

Elsa Yeoman

Óttarr Ólafur Proppé Björk Vilhelmsdóttir