Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2013, fimmtudaginn 14. mars, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi og hófst kl. 12.45. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Óttarr Ólafur Proppé. Einnig sátu fundinn Oddný Sturludóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. mars nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um Aðalskipulag Reykjavíkur – borg fyrir fólk (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 2. Lagt fram erindi borgarritara dags. 5. mars sl. ásamt endurskoðuðum verklagsreglum um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar. Óskað er staðfestingar forsætisnefndar á þeim ákvæðum sem ná til kjörinna fulltrúa. Forsætisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti, með þeirri breytingu að orðin „án bókunar“ falli niður í greinum 1.1. og 1.2. Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 3. Lögð fram drög að erindisbréfi vegna starfshóps um embætti umboðsmanns borgarbúa. Samþykkt. Ingi B. Poulsen umboðsmaður borgarbúa tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 4. Fram fer umræða um tímasetningu fundar borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna. Samþykkt að halda sameiginlegan fund með Reykjavíkurráðinu þann. 8. október 2013. 5. Fram fer umræða um dagskrá höfuðborgarráðstefnunnar í Stokkhólmi sem haldin verður í apríl 2013. 6. Lagt fram bréf bæjarstjóra Akureyrar dags. 21. febrúar sl. um skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsvettvang bæjar- og borgarstjórnar. Frestað. 7. Kynntur var úrskurður Kjararáðs ríkisins nr. 2013.001 þar sem fyrir var tekin almenn kauphækkun þeirra sem undir kjararáð heyra. 8. Fram fer umræða um aðgang borgarfulltrúa að Öskju og aðgang þeirra að launaseðlum sínum. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna áfram að málinu.
Fundi slitið kl. 13.40
Elsa Yeoman
Óttarr Ólafur Proppé