Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2013, föstudaginn 1. febrúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sátu fundinn Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um Aðalskipulag Reykjavíkur – borgin við sundin (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
Umræða um málefni vesturbæjar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
2. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 8. febrúar nk. sem haldinn verður á Akureyri.
3. Kynnt eru áform um aukakafund borgarstjórnar þann 12. febrúar nk.
4. Lagt fram erindi borgarritara dags. 30. janúar sl. þar sem forsætisnefnd er kynnt ósk sambands íslenskra sveitarfélaga um að fá að halda fund sameiginlegrar ráðgjafanefndar Íslands með svæðanefnd ESB í borgarstjórnarsal ráðhússins þann 4. mars nk.
Samþykkt. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna áfram að málinu með borgarritara.
5. Fram fara umræður um helstu niðurstöður af stöðufundi með fulltrúum úr Reykjavíkurráði ungmenna.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að gera tillögu að dagsetningu næsta fundar með Reykjavíkurráðinu og leggja fram á næsta fundi forsætisnefndar.
5. Lögð fram drög að auglýsingu vegna stöðu umboðsmanns borgarbúa sem birtist í dagblöðum um helgina.
Fundi slitið kl. 11.50
Elsa Yeoman
Björk Vilhelmsdóttir