Forsætisnefnd - Fundur nr. 139

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 11. janúar, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.04. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. janúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um Aðalskipulag Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

Umræða um ábyrgð, viðbrögð og aðgerðir Reykjavíkurborgar varðandi kynferðislegt ofbeldi (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

2. Kynnt eru áform um sameiginlegan fund borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar sem lagt er til að haldinn verði á Akureyri þann 8. febrúar nk.

3. Lögð fram drög að nýrri samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Samþykkt að vísa drögunum til umsagnar borgarlögmanns. Jafnframt var samþykkt að vísa tillögum um breytingar á viðaukum vegna fullnaðarafgreiðslna til umsagnar viðkomandi fagsviða.

4. Kynnt er staða mála vegna undirbúnings á stöðufundi borgarstjórnar með fulltrúum úr Reykjavíkurráði ungmenna sem haldinn verður þann 22. janúar nk.

5. Lögð fram drög að auglýsingu vegna stöðu umboðsmanns borgarbúa sem birtist í dagblöðum um helgina.

Fundi slitið kl. 11.48

Elsa Yeoman

Björk Vilhelmsdóttir  Óttarr Ólafur Proppé