No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2012, föstudaginn 2. nóvember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. nóvember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
- Kl. 10.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
a. Kosning fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
b. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að leita eftir viðræðum við ríkisvaldið um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
c. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
d. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sjónvarpa borgarstjórnarfundum og að myndefni geti fylgt ræðum.
2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags 14. júní 2012, ásamt tillögu að breytingum á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Samþykkt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
3. Fram fer umræða um fyrirkomulag og undirbúning fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2013 sem fram fer þann 4. desember nk.
4. Kynntar hugmyndir að breyttri starfsaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 11.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að gera nauðsynlegar breytingar á tillögunum í samræmi við óskir sem fram komu á fundinum.
5. Fram fer umræða um meðferð og afgreiðslu hugmynda sem koma af samráðsvefnum Betri Reykjavík.
Hilmar Magnússon, verkefnisstjóri Betri Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Kynnt staða mála varðandi vinnu við breytingar á útsendingu borgarstjórnarfunda. Rætt um að byrja á vistun hljóðskráa á netinu og vinna áfram að því að finna hagkvæmt fyrirkomulag myndútsendingar.
Fundi slitið kl. 11.00
Elsa Yeoman
Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé