No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2012, föstudaginn 14. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sat fundinn Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a. Umræða um aðgerðaráætlun um kynbundinn launamun (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
b. Umræða um rammaskipulag gömlu hafnarinnar, Mýrargata - Slippasvæði (að beiðni allra flokka)
c. Tillaga um nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg.
d. Tillaga um lækkun útsvarsprósentu í Reykjavík. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins )
e. Tillaga um sérstaka greiningu á áhrifum fjárlagafrumvarpsins á Reykjavík. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins )
Klukkan 11.05 tók Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum og klukkan 11:10 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
2. Fram fer umræða um mögulegar breytingar á starfsaðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna áfram að málinu.
3. Fram fer umræða um verklagsreglur og leiðbeiningar um ferðaheimildir og greiðslu ferðakostnaðar sem samþykktar voru árið 2003.
4. Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir umboðsmann borgarbúa.
Vísað til umsagnar mannréttindaráðs.
5. Lögð fram og kynnt dagskrá ráðstefnu allsherjarþings Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR, sem fram fer í Cadiz þann 26-28 september.
- HBK vék af fundi kl. 12.05
6. Fram fór umræða um lengd bókana í fundargerðum ráða Reykjavíkurborgar. Forsætisnefnd lagði fram eftirfarandi bókun:
Forsætisnefnd áréttar að í 26. gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að þeir sem hafa rétt til að taka þátt í umræðum í sveitarstjórn eiga rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru. Í 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar kemur jafnframt fram að óheimilt er að færa í gerðarbók greinargerðir eða skriflegan málflutning um afstöðu borgarfulltrúa til máls sem til meðferðar er.
7. Lagt fram erindi rekstrar- og viðburðarstjóra Ráðhúss Reykjavíkur og Höfða um afnot á sal borgarstjórnar vegna viðburða á vegum Bókamessu 17. – 18. nóvember 2012.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.15
Elsa Yeoman
Björk Vilhemsdóttir