No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2012, föstudaginn 15. júní, var haldinn 136. fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.30. Viðstaddir voru Elsa Yeoman og Óttarr Ólafur Proppé. Jafnframt sat fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a. Tillaga að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
b. Tillaga að eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur.
c. Landspítalinn við Hringbraut, nýtt deiliskipulag.
d. Tillaga að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum í Reykjavík.
e. Umræða um sorp og endurvinnslu. (að beiðni fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar)
Klukkan 11.12 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa dags. 14. júní 2012.
Frestað.
3. Hátíðahöld vegna 19. júní.
Dagskrá vegna hátíðahalda í hádeginu 19. júní kynnt.
Fundi slitið kl. 11.40
Elsa Yeoman
Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé