No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2012, föstudaginn 27. apríl 2012, var haldinn 134. fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru Elsa Yeoman , Björk Vilhelmsdóttir og Óttarr Proppé. Jafnframt sátu fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 30. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um skólamál í Grafarvogi (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins).
Umræða um samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um verkefnafjármögnun Hverahlíðarvirkjunar (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna).
Umræða um söluferli Perlunnar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks).
2. Fram fer umræða um ákvæði í samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar um ræðutíma borgarstjóra.
3. Fram fer umræða um fund borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar ásamt verkefnisstjóra Reykjavíkurráðsins er falið að annast undirbúning að næsta fundi borgarstjórnar með ungmennaráði og boða til stöðufundar með forsætisnefnd í janúar 2013.
Fundi slitið kl. 11.45
Elsa Yeoman
Óttarr Proppé Björk Vilhelmsdóttir