Forsætisnefnd - Fundur nr. 133

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2012, föstudaginn 30. mars, var haldinn 133. fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sátu fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um byggingarmagn í kynntri tillögu að nýju deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
Umræða um starfsmannamál á leikskólum. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna)

2. Kynnt dagskrá leiðtogafundar norrænna höfuðstaða sem haldinn verður 15. til 16. maí.

3. Ákveðið að halda kynningarfund fyrir borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa vegna aðalskipulags Reykjavíkur í lok aprílmánaðar.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að skipuleggja og boða til fundarins.

4. Fram fer umræða um hugmyndir um að koma fyrir myndvarpa í borgarstjórnarsal m.a. vegna umræðna um aðalskipulag Reykjavíkur.
Frestað.

5. Fram fer umræða um fundarstjórn forseta.

6. Fram fer umræða um breytta tímasetningu á fundum forsætisnefndar einu sinni í mánuði.

5. Fram fór umræða um undirbúning fyrir hátíðahöld 19. júní.

Fundi slitið kl. 11.40

Elsa Yeoman

Björk Vilhemsdóttir