Forsætisnefnd - Fundur nr. 132

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2012, föstudaginn 16. mars, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka )
Umræða um klámvæðingu og kynferðislega áreitni. (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri Grænna)
Umræða um starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. (að beiðni borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar)
Umræða um betra rekstrarumhverfi fyrir reykvísk fyrirtæki. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
Umræða um málefni Háaleitis og Bústaða (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

2. Fram fer umræða um feril umsagna Reykjavíkurborgar til Alþingis og ráðuneyta.

3. Lagðar fram tillögur að tímasetningu á fundi borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna. Samþykkt að halda fundinn þann 24. apríl kl. 14.00.

Fundi slitið kl. 11.40

Elsa Yeoman

Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé