Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2012, föstudaginn 2. mars, var haldinn 131. fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 10.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Afgreiðsla á 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. febrúar sl., úthlutun styrkja og þjónustusamninga til velferðarmála vegna styrkveitingar til Samhjálpar. (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri Grænna)
Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna)
Umræða um Landspítala Háskólasjúkrahús (að beiðni borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar)
Umræða um úttekt á hlutverki Reykjavíkurborgar varðandi leigufélög (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka).
Kl. 10.35 tók Óttarr Ólafur Proppé sæti á fundinum.
2. Tillaga að því að halda kynningarfund fyrir borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa á uppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss þann 5. mars nk. kl. 13.00.
Samþykkt.
3. Tillaga að því að breyta umræðum um málefni hverfa í borginni á fundum borgarstjórnar. Lagt er til að umræðan verði á dagskrá annars hvors fundar og að málefni Háaleitis og Bústaða verði á dagskrá fundar borgarstjórnar 20. mars.
4. Fram fór umræða um andsvör á fundum borgarstjórnar og fundarsköp.
5. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í forsætisnefnd átelja að ekki skuli hafa verið farið samkvæmt hefðum varðandi kynnisferð formanns skóla- og frístundaráðs til Bandaríkjanna. Ferðin var ekkert rædd í fagráðinu, hvorki tilefni hennar né mönnun sem er í hrópandi ósamræmi við vinnulag á vegum borgarinnar. Mikilvægt er að alþjóðastarf fagráða sé vandlega ígrundað og viðfangsefnin valin af kostgæfni í samræmi við áherslur ráðanna og forgangsröðun hverju sinni. Auk þess er ekkert sem segir að upplýsingaöflun sé mikilvægari fyrir formenn en aðra fulltrúa ráðanna, hvort sem þeir eru fulltrúar meirihluta eða minnihluta.
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans óska af þessu tilefni eftir því að samhliða endurskoðun á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, verði sett ákvæði og/eða verklagsreglur um ferðaheimildir.
Forsætisnefnd samþykkir að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera tillögu að breytingum á samþykktinni vegna ferðaheimilda
Fundi slitið kl. 11.10
Elsa Yeoman
Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé