Forsætisnefnd - Fundur nr. 130

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2012, föstudaginn 17. febrúar, var haldinn 130. fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 22. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um bílamenningu (að beiðni borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar)
Umræða um niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna)
Umræða um Hverahlíðarvirkjun ( að beiðni borgarfulltrúa Vinstri Grænna)
Umræða um málefni Grafarvogs (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

2. Úrskurður kjararáðs ríkisins 2011-002 kynntur.

3. Tillaga að öðrum áfanga vinnudags 2. mars. Ákveðið að fundurinn byrji klukkan 10.00 og verði til kl. 12.00.

Fundi slitið kl. 11.25

Elsa Yeoman

Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé