Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2011, föstudaginn 11. nóvember, var haldinn 124. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstödd voru Elsa Yeoman, Björk Vilhelmsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé. Jafnframt sátu fundinn Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Vinnudagur forsætisnefndar.
Forseti leggur til að vinnudagur forsætisnefndar verði haldinn 13. janúar nk.
Samþykkt.
2. Breytingar á verklagsreglum um farsíma borgarfulltrúa Reykjavíkur.
Fram fer umræða um mögulegar breytingar á verklagsreglum um farsíma borgarfulltrúa á þann hátt að Reykjavíkurborg greiði kostnað vegna notkunar borgarfulltrúa í fæðingarorlofi.
Samþykkt að leggja ekki til breytingar á farsímareglum.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
3. Rafræn útsending boðskorta.
Fram fer umræða um fyrirkomulag útsendingu rafrænna boðskorta til borgarfulltrúa vegna boða á vegum borgarstjórnar og borgarráðs. Eftir samráð við móttökufulltrúa er lagt til að boðskort verði framvegis send út sem viðhengi með boði sem hægt er að setja beint inn í dagatal.
Samþykkt.
4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. nóvember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um leikskólamál (að beiðni fulltrúa allra flokka)
Fundi slitið kl. 12.40
Elsa Yeoman
Björk Vilhemsdóttir Óttarr Ólafur Proppé