No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2011, föstudaginn 16. september, var haldinn 120. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.03. Viðstaddir voru Elsa Yeoman og Óttarr Proppé. Jafnframt sat fundinn Þorleifur Gunnlaugsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a. Umræða um eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur (að beiðni fulltrúa allra flokka)
Kl. 11.05 tók Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðuðum verklagsreglum um farsíma borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 15. september 2011.
Kl. 11.13 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
Samþykkt.
3. Vinnudagur forsætisnefndar.
Lagt er til að vinnudagur forsætisnefndar verði haldinn þann 28. október nk. að loknum reglulegum fundi forsætisnefndar. Skrifstofustjóri borgarstjórnar mun óska eftir tillögum um dagskrárliði og leggja fram dagskrá vinnudagsins á fundi forsætisnefndar þann 30. september nk.
4. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
b. Umræða um að borgarstjórn skori á Alþingi að samþykkja ekki lagafyrirmæli sem fela í sér að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað samkvæmt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga (að beiðni Sjálfstæðisflokksins)
b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að þess verði minnst á næsta ári að þá verða fjörutíu ár liðin frá heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Bobby Fischers og Boris Spassky en það fór fram 1. júlí – 3. september 1972 í Reykjavík. Efnt verði til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds af þessu tilefni og leitað eftir samstarfi við Skáksamband Íslands, Skákakademíu Reykjavíkur og taflfélögin í Reykjavík. Borgarráði er falið að skipa starfshóp til að annast undirbúning málsins og koma með tillögu að dagskrá. (að beiðni Sjálfstæðisflokksins)
Greinargerð fylgir tillögunni
Fundi slitið kl. 11.40
Elsa Yeoman
Óttarr Proppé Björk Vilhelmsdóttir