Forsætisnefnd - Fundur nr. 118

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2011, mánudaginn 8. ágúst, var haldinn 118. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.10. Viðstaddir voru Elsa Yeoman og Óttarr Proppé. Jafnframt sátu fundinn Sóley Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristbjörg Stephensen, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 10. ágúst n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalið mál verði tekið á dagskrána sem sérstakur dagskrárliður með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar 2012-2014.

2. Rætt um fyrirkomulag og aðdraganda að boðun aukafundarins.

3. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis frá 22. f.m. ásamt svarbréfi borgarstjóra frá 2. þ.m.

4. Samþykkt að óska eftir að haldinn verði aukafundur borgarstjórnar 17. ágúst kl. 14, sbr. dagskrárliður 3. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum fundi forsætisnefndar til undirbúnings þeim fundi.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar um 4,9#PR hækkun launa kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborgar vegna úrskurðar kjararáðs ríkisins frá 28. júní sl.

Fundi slitið kl. 16.30

Elsa Yeoman

Óttar Proppé