Forsætisnefnd - Fundur nr. 117

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2011, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 117. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.30. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta

b) Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara

c) Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara

d) Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara; formanns- og varaformannskjör

e) Tillaga starfshóps um tónlistarfræðslu, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. maí og 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 26. s.m.

f) Stofnun skóla- og frístundasviðs, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. júní

g) Orkuaðgerðaáætlun skv. loftslagssáttmála sveitarfélaga, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. maí og 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. s.m.

h) Umræða um störf borgarstjórnar á fyrsta ári kjörtímabils (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks)

i) Umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar

2. 19. júní.
Lögð fram tillaga til kynningar.



Fundi slitið kl. 8.55

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Óttarr Ólafur Proppé Björk Vilhelmsdóttir