Forsætisnefnd - Fundur nr. 115

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2011, föstudaginn 13. maí, var haldinn 115. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru Elsa Yeoman og Óttarr Proppé. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Kristbjörg Stephensen, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. maí nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a. Fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar.
Forseti boðaði að hún myndi kanna hvort ekki væri samkomulag um það milli borgarstjórnarflokkanna að aðeins oddvitar flokkanna taki til máls undir þessum dagskrárlið í samræmi við venju.
b. Umræða um Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið, í tilefni af opnun þess (að beiðni allra flokka).
c. Umræða um framtíð frístundaheimila borgarinnar (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna). Boðuð tillaga frá Besta flokknum og Samfylkingu um kosningu varamanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Svo hún komist á dagskrá borgarstjórnar verður að taka tillöguna inn með afbrigðum.
d. Umræða um hvetjandi fyrirkomulag fyrir þá sem eru atvinnulausir og fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

2. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 6. maí sl., um áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd.

3. Lögð fram tvö bréf Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 9. maí sl. varðandi ritun og meðferð fundargerða borgarstjórnar og forsætisnefndar.
Frestað.

4. Lögð fram tillaga um sund- og menningarkort fyir borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa.
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.35

Elsa Yeoman

Óttarr Proppé