Forsætisnefnd - Fundur nr. 114

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2011, föstudaginn 29 apríl, var haldinn 114. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. maí nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarstjóra að ferðamálastefnu Reykjavíkur sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. apríl s.l..
b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur útivistasvæða.
c. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að minnast þess að 25 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða.
d. Umræða um breytingar á sorphirðu í Reykjavík, (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks).

2. Rætt um afsögn forseta og varaforseta borgarstjórnar. Jafnframt lögð fram ósk forseta og varaforseta um að að á næsta fundi borgarstjórnar fari fram kjör nýs forseta og 1. varaforseta, umræða.

Fundi slitið kl. 12.00

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir