No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2011, mánudaginn 18. apríl, var haldinn 113. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Óttar Proppé og Kristbjörg Stephensen, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. apríl nk.
a. Forseti boðaði að ræðutími verði ótakmarkaður undir 1. dagskrárlið; tillögur borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar til samrekstrar og sameiningar í skólum og frístundaheimilum og sameiningu yfirstjórnar menntasviðs, leikskólasviðs og frístundamála, enda komi ekki fram andmæli.
Samþykkt.
b. Boðuð tillaga frá Besta flokknum og Samfylkingu um kosningu varamanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Svo hún komist á dagskrá borgarstjórnar verður að taka tillöguna inn með afbrigðum.
2. Ræddar reglur um varamenn og hvernig þeir taka sæti á fundi borgarstjórnar.
3. Tekin fyrir ósk skipulagsráðs um að húsverndarstyrkir Reykjavíkurborgar, sem skipulagsráð úthlutar, verði veittir í Höfða. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.35
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir