Forsætisnefnd - Fundur nr. 112

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2011, föstudaginn 1. apríl, var haldinn 112. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.11. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn
Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um mótun gjaldskrárstefnu fyrir Reykjavíkurborg.
b. Umræða um fyrirhugaðar sameiningar grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna).

2. Rætt er um starfsaðstöðu borgarfulltrúa.

3. Rætt er um hvernig mál eru tekin á dagskrá borgarstjórnar með afbrigðum.

Fundi slitið kl. 11.40

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir