Forsætisnefnd - Fundur nr. 111

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2011, föstudaginn 25. febrúar, var haldinn 111. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Karl Sigurðsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynntar eru hugmyndir að námskeiðum fyrir borgarfulltrúa á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga um hækkun álagningarhlutfalls útsvars, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. febrúar.
b. Tillaga um auknar fjárheimildir til menntasviðs, sbr. 20. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. febrúar.
c. Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð, sbr. 11. liður fundargerðar borgarráðs frá 24. febrúar.

3. Rætt um vinnuaðstöðu borgarfulltrúa.
Forseta og skrifstofustjóra borgarsjórnar er falið að undirbúa tillögur að framtíðarfyrirkomulagi fyrir næsta fund.


Fundi slitið kl. 11.55


Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir