Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2010, föstudaginn 14. janúar, var haldinn 108. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. janúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga um framtíðarsýn í málefnum fatlaðra, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. desember sl.
b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ályktun borgarstjórnar vegna vegtolla.
c. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um fækkun aspa í miðborginni.
d. Umræða um almenningssamgöngur og Strætó bs. að beiðni allra flokka.
e. Kosning fimm fulltrúa í heilbrigðisnefnd og fimm til vara. Formannskjör.
2. Rætt um aðkomu Reykjavíkurborgar að málþingi í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Auðar Auðuns.
Samþykkt að verða við erindi Félags kvenna í lögmennsku um afnot Tjarnarsalar í tilefni málþings.
3. Rætt um sameiginlegan vinnufund borgarfulltrúa sem halda á 27. janúar nk.
Dagskrá:
Siðareglur borgarfulltrúa
Breytingar á samþykktum
Málaflokkar – yfirferð
Samþykkt að forsætisnefnd haldi fund 24. janúar kl. 15.00, vegna sameiginlegs fundar borgarfulltrúa til að fara yfir samþykktir.
Fundi slitið kl. 11.55
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir