Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2010, föstudaginn 10. desember, var haldinn 107. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju drög skrifstofu borgarstjórnar að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. 28. september sl.
Frestað.
2. Rætt um fundarsköp og fyrirkomulag funda fagráða.
3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 1. júlí sl., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d.:
Borgarráð samþykkir að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi þann 19. júní ár hvert frá og með næsta ári. Forsætisnefnd verði falið að útfæra hátíðarhöldin í samráði við mannréttindaráð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Forsætisnefnd leggur til að efnt verði til morgunathafnar í Hólavallakirkjugarði 19. júní ár hvert sem ljúki í Ráðhúsi Reykjavíkur og óskar eftir umsögn mannréttindaráðs um tillöguna.
4. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 14. desember nk., sem hefjast á kl. 14.00.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalið mál verði tekið á dagskrána sem sérstakur dagskrárliður með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2011, síðari umræða.
5. Rætt um sameiginlega vinnufundi borgarfulltrúa á nýju ári.
Ákveðið er að halda fundi 4. fimmtudag janúar-, febrúar-, mars-, apríl- og maímánaðar 2011. Fundirnir verða haldnir í Höfða, hefjast kl. 14.00 og verður dagskrá þeirra send út síðar.
Fundi slitið kl. 11.47
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir