Forsætisnefnd - Fundur nr. 105

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2010, föstudaginn 29. október, var haldinn 105. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m.
Móttökufulltrúi mætir á fundinn við meðferð málsins.

2. Rætt er um sameiginlegan vinnufund borgarfulltrúa sem haldinn var 26. þ.m.
Forsætisnefnd telur að reynslan af þessum 1. fundi hafi verið góð og gerir ráð fyrir því að þeir verði framvegis haldnir a.m.k. mánaðarlega. Stefnt er að því að næsti fundur verði haldinn 23. nóvember nk.

3. Lögð fram drög skrifstofu borgarstjórnar að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. 28. f.m.
Frestað.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 24 f.m., sbr. samþykkt stjórnar Kjarvalsstofu í París 8. s.m., varðandi launakjör stjórnarmanna.
Synjað.

5. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. nóvember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um stefnumótun í húsnæðismálum í Reykjavík, „húsnæði fyrir alla“.
b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um aðkomu starfsmanna að fjárhagsáætlunargerð Reykjavíkur.
c. Umræða um jafnrétti kynjanna í Reykjavík í kjölfar kvennafrídagsins 24. október sl. (að beiðni borgarfulltrúa allra framboðslista).

- Kl. 11.45 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

Fundi slitið kl. 11.50

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir