Forsætisnefnd - Fundur nr. 104

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2010, föstudaginn 17. september, var haldinn 104. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddar voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Einar Örn Benediktsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju samþykkt borgarráðs frá 1. júlí sl. um minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi 19. júní ár hvert.
Frestað.

- Kl. 11.13 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórna frá 26. f.m. varðandi fundartíma borgarstjórnar, fyrirspurnir og ræðutíma á borgarstjórnarfundum.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að útfæra tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi annars vegar munnlegar óundirbúnar fyrirspurnir á borgarstjórnarfundum og hins vegar um hve oft megi tala og hve lengi í hvert skipti á fundum borgarstjórnar.

3. Samþykkt er að fyrsti sameiginlegi vinnufundur borgarfulltrúa verði haldinn þriðjudaginn 26. október nk. frá kl. 14.00 til 18.00.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 27. f.m. varðandi tillögu að breytingu á samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs 9. þ.m.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að taka saman minnisblað um setu áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar og þær reglur sem um hana gilda.

5. Lögð fram að nýju samþykkt borgarstjórnar frá 18. maí sl. um að haldnir skuli opnir borgarafundir einu sinni á ári.
Samþykkt að taka málið upp á sameiginlegum vinnufundi borgarfulltrúa.

6. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um mótun atvinnustefnu fyrir Reykjavík.
b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um beina kosningu íbúa í hverfisráð.
c. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um mótun umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar.
d. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um hækkun á fjárhagsaðstoð.
e. Tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um viðræður um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík.
f. Umræða um aðgerðaáætlun og forgangsröðun í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna).

- Kl. 11.55 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.



7. Lögð fram svohljóðandi tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur, Einars Arnar Benediktssonar og Dags B. Eggertssonar:

Lagt er til að frá og með 1. september 2010 verði launakjör fyrstu varaborgarfulltrúa með sama hætti og við lok síðasta kjörtímabils, þ.e. að þeir njóti 70#PR af grunnlaunum borgarfulltrúa með sömu ákvæðum um álagsgreiðslur, skerðingar og starfsaðstöðu og áður giltu. Þar með er fallið frá þeim breytingum á kjörum og starfsaðstöðu fyrstu varaborgarfulltrúa sem tóku gildi við upphaf þessa kjörtímabils um að fyrstu varaborgarfulltrúar fengju greitt fyrir störf sín með sama hætti og aðrir kjörnir fulltrúar en borgarfulltrúar.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1.

Hanna Birna Kristjánsdóttir óskar bókað:

Á síðasta ári var öll áhersla lögð á að sú launahagræðing og sá sparnaður, sem varð að eiga sér stað hjá Reykjavíkurborg, næði með sanngjörnum hætti til allra sem borið gætu slíkar breytingar. Þannig voru laun æðstu embættismanna borgarinnar lækkuð um 10#PR, auk þess sem laun þáverandi borgarstjóra voru lækkuð um tæp 20#PR. Samhliða voru laun borgarfulltrúa lækkuð og gerðar breytingar á samþykktum borgarinnar til að lækka kostnað vegna kjörinna fulltrúa. Allt hafði þetta það eitt að markmiði að standa vörð um grunnþjónustu borgarinnar, auk þess sem með þessum hætti var hægt að koma í veg fyrir uppsagnir borgarstarfsmanna. Það vekur furðu að þrátt fyrir þá góðu samstöðu sem um þessar breytingar náðist, skuli meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nú ákveða að hækka laun 1. varaborgarfulltrúa verulega. Þrátt fyrir að þessi breyting nái aðeins til nokkurra aðila og upphæðin sé ekki há í samhengi hlutanna, er þessi aðgerð táknræn um ranga forgangsröðun auk þess að fela í sér neikvæð skilaboð til starfsmanna borgarinnar sem allir hafa lagt mikið á sig í þeim hagræðingaraðgerðum sem í gangi hafa verið. Því greiðir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögunni.

Björk Vilhelmsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Einar Örn Benediktsson óska bókað:

Rétt er að kjörnir fulltrúar hafa tekið á sig töluverða hagræðingu á undanförnum árum. Áfram þarf að tryggja hagræðingu á því sviði sem og öðrum innan borgarkerfisins. Í upphafi þessa kjörtímabils var nefndum borgarinnar fækkað og kemur það til móts við kostnaðarauka. Hefð er fyrir því að fyrstu varaborgarfulltrúar sinni miklu starfi, enda þurfa þeir ætíð að vera til taks. Starfsskyldur þeirra hafa ekki breyst og því er ekki sanngjarnt að þeir falli út af föstum launum eins og áður hafði verið samþykkt.


Fundi slitið kl. 12.15


Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir