Forsætisnefnd - Fundur nr. 103

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2010, fimmtudaginn 2. september, var haldinn 103. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.25. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um Orkuveitu Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa allra framboðslista).
b. Umræða um stöðu aðgerðaáætlunar borgarstjórnar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna).

Samþykkt er að fundurinn 7. september hefjist kl. 10.00 í stað 14.00.

2. Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnir að framvegis verði útsending fundarboðs, dagskrár og fundargagna fyrir borgarstjórnarfundi rafræn.

3. Samþykkt er að fastir fundartímar forsætisnefndar verði á hverjum föstudegi fyrir borgarstjórnarfund kl. 11.00.

4. Samþykkt að stefna skuli að fyrsta sameiginlega vinnufundi borgarfulltrúa 17. september frá 14.00 til 18.00.

Fundi slitið kl. 14.45

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir