No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2010, föstudaginn 11. júní, var haldinn 100. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.15. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Óskar Bergsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir gildandi reglur um starfskjör og rétt borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa á kjörtímabilaskiptum.
- Kl. 9.24 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.
- Kl. 9.41 víkja Óskar Bergsson og Þorleifur Gunnlaugsson af fundi.
Forsætisnefnd vísar því til næstu forsætisnefndar að taka afstöðu til starfskjara og starfsaðstöðu 1. varaborgarfulltrúa á nýju kjörtímabili, þar sem reglur um þá voru felldar niður sl. áramót. Jafnframt samþykkt að á kjörtímabilaskiptum gildi sömu reglur um starfslok borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa, enda hafa báðir hópar þegið föst laun fyrir störf sín.
Fundi slitið kl. 9.56
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson