Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2004, þriðjudaginn 14. desember, var haldinn 10. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.20. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir gestamóttökur borgarstjóra og forseta og afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 8. þ.m.
2. Lögð fram drög að samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. þ.m.
3. Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum, sem borgarstjórn vísaði til síðari umræðu á fundi sínum 7. þ.m.
Forsætisnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni:
a. C-liður 62. gr. samþykktarinnar, sbr. 9. gr. tillögunnar, hljóði svo: Borgarstjórn kýs fulltrúa í yfirkjörstjórnir, hverfiskjörstjórnir og undirkjörstjórnir, auk varamanna, eftir ákvæðum viðkomandi laga.
b. 2. mgr. 68. gr. samþykktarinnar, sbr. 10. gr. tillögunnar, hljóði svo: Feli borgarstjóri það ekki öðrum gegnir sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs störfum borgarstjóra í fjarveru hans og öðrum forföllum, og skrifstofustjóri borgarstjórnar í fjarveru sviðsstjóra Stjórnsýslu og starfsmannasviðs.
c. Ákvæði til bráðabirgða, sbr. 14. gr. tillögunnar, hljóði svo fram að upptalningu:
Samþykkt þessi tekur gildi 1. janúar 2005. Ný fagráð skv. B-lið 61. gr. skulu þó kosin til loka kjörtímabilsins við birtingu samþykktarinnar og skulu þau taka til starfa 1. janúar 2005. Frá sama tíma fellur niður umboð eftirtalinna nefnda og ráða og eru fulltrúar í þeim þá jafnframt leystir frá störfum:
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar:
Ég legg til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram þriðjudaginn 21. desember á reglulegum fundartíma borgarstjórnar í stað 16. desember.
Tilkynning um fyrirhugaðan borgarstjórnarfund 16. desember, sem fjallað var um í forsætisnefnd 14. október, var ekki tilkynnt borgarfulltrúum með formlegum hætti fyrr en 7. desember sl.
Ljóst er að tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki mætt á fundinn 16. desember og er ófært að halda aukafund um jafn mikilvægt mál og afgreiðslu fjárhagsáætlunar þegar vitað er að hluti borgarfulltrúa getur ekki mætt.
Tillagan felld með 2 samhljóða atkvæðum.
Fyrri ákvörðun forsætisnefndar um að síðari umræða um fjárhagsáætlun ársins 2005 fari fram á aukafundi í borgarstjórn 16. desember n.k., sbr. 2. liður fundargerðar forsætisnefndar 14. október sl., staðfest.
5. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Fjárhagsáætlun 2005; síðari umræða.
b. Breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar; síðari umræða.
c. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs; síðari umræða.
Fundi slitið kl 15.00
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson