No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2004, fimmtudaginn 2. desember, var haldinn 9. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt að fundur borgarstjórnar 7. desember n.k. hefjist kl. 10.00 í stað kl. 14.00, vegna útfarar Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra Kópavogsbæjar.
2. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. þ.m., ásamt tillögu borgarstjóra um verkefni fagráða, dags. s.d., sbr. samþykkt borgarráðs fyrr í dag.
Vísað til borgarstjórnar.
3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning 1. varaforseta borgarstjórnar.
b. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2005.
c. Breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
4. Kynnt vinna við undirbúning nýrrar samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
5. Lagt fram að nýju erindi Dags B. Eggertssonar og Gísla Marteins Baldurssonar frá 5. október sl. varðandi þráðlaust netsamband og skjávarpa í borgarstjórnarsal. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 27. s.m.
Samþykkt forsætisnefndar:
Notkun tölva, farsíma og annars slíks búnaðar er óheimil í borgarstjórnarsal á meðan á fundum borgarstjórnar stendur. Ritara er þó heimil notkun tölvu á ritaraborði.
Komið verður upp þráðlausri nettengingu í borgarráðsherbergi, þar sem tengjast má netinu á meðan á fundum borgarstjórnar stendur.
Neysla matar og drykkja, annarra en vatns, er óheimil í borgarstjórnarsal á meðan á fundum borgarstjórnar stendur.
Margrét Sverrisdóttir óskaði bókað að hún sé samþykk ofangreindri samþykkt forsætisnefndar.
Fundi slitið kl 12.45
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir