Forsætisnefnd - 8. fundur

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2004, fimmtudaginn 11. nóvember, var haldinn 8. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.10. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. nóvember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Lausnarbeiðni borgarstjóra (7. liður fundargerðar borgarráðs 11. nóvember.)
b. Kosning borgarstjóra til loka kjörtímabilsins (7. liður fundargerðar borgarráðs 11. nóvember.)
c. Umræða um undirbúning að stofnun þjónustumiðstöðva – stöðumat (9. liður fundargerðar borgarráðs 11. nóvember.)
d. Umræða um stöðuna í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.


Fundi slitið kl 13.15

Árni Þór Sigurðsson

Alfreð Þorsteinsson