Forsætisnefnd
Ár 2004, fimmtudaginn 30. september, var haldinn 4. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. október n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um skipulag Úlfarsfells og Hallsvegar
b. Tillaga borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra um fargjöld Strætó bs.
2. Rætt um útsendingu gagna fyrir borgarstjórnarfundi.
Samþykkt að gefa borgar- og varaborgarfulltrúum kost á því að velja hvort þeir fái útsend gögn send rafrænt með tölvupósti, eða útprentuð í umslagi, svo sem verið hefur.
3. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa, dags. í dag, yfir fram komnar umsóknir um opinberar móttökur, ásamt tillögum að afgreiðslu þeirra.
Samþykkt.
Fundi slitið kl 13.20.
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir