Forsætisnefnd - 3. fundur

Forsætisnefnd

3. fundur hverfisráðs Árbæjar

Dagskrá:

1. Græn svæði í Árbæ og Árbæjartorg:
Björn Axelsson á Skipulags- og byggingarsviði mætti til fundarins og fór yfir hvað væri á döfinni í sambandi við græn svæði í Árbæ. Fram kom að Árbæjartorg (svæðið við kirkuna og Ársel) muni væntanlega verða skipulagt í samráði við íbúana.

2. Fjárhagsáætlun og bókasafn í Árbæ:
Anna Torfadóttir, borgarbókavörður mætti til fundarins og fór yfir stöðu mála í tengslum við bókasafn í Árbæ. Fram kom að reynt hefur verið að leita leiða til að setja safnið inn í Ársel án viðbyggingar og samþætta þar ýmsa þjónustu. Að störfum er vinnuhópur sem er að útfæra þessa samþættingu með eða án viðbyggingar við Ársel. Gert er ráð fyrir að safnið opni um mitt ár 2004.

3. Málefni Heilsugæslunnar í Árbæ:
Dagur greindi frá fundi sem hann átti vegna byggingu Heilsugæslustöðvar í Árbæ. Á fundinum var greint frá því að Árbær væri nr. 2 á forgangslista í tengslum við uppbyggingu heilsugæslustöðva. Hversu stóru svæði stöðin þjóni hefur enn ekki verið ákveðið. Verið er að horfa til þess að hafist verði handa við stækkun stöðvarinnar um áramót 2003 - 2004.

4. Verkefni vorsins:
Þátttökuskipulag/íbúaþing um Árbæjartorg og Hádegismóa.
Forvarnaráætlun fyrir hverfið.
Vorhátíð hverfisins.
Heimasíða fyrir Árbæ - arbaer.is.
Hreinn Hreinsson mætti á fund og gerði grein fyrir því að Árbær sem og önnur hverfi gætu verið komin með ,,heimasíðu#GL um mánaðarmótin febrúar-mars.

5. Önnur mál:
Lagt fram til umsagnar erindi frá stjórnkerfisnend dags. 16. janúar 2003 um hverfaskiptingar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Ákveðið að næsti fundur verði haldinn 20. febrúar kl. 9:00 í Árseli.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:13

(Fundargerð er í drögum þar sem fulltúrar hafa enn tíma til að skila inn athugasemdum ef einhverjar eru).