Fjölmenningarráð - og lýðræðisráði

Fjölmenningarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 5. desember var haldinn sameiginlegur aukafundur, 27. fundur fjölmenningarráðs og 9. fundur, mannréttinda-, nýsköpunar-, og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.30. Fundinn sátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson, Skúli Helgason, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Geir Finnsson, Sabine Leskopf, Hildur Björnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Renata Emilsson Peskova og Tui Hirv. Einnig sátu fundinn Þröstur Sigurðsson, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, Joanna Marcinkowska og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs með fjölmenningarráði þann 10. desember 2019. 

  2. Fram fer umræða um tillögu fjölmenningarráðs um tilraunaverkefni um rafræna upplýsingagjöf, ásamt nánari úfærslu og kostnaðargreiningu MAR og ÞON. 

  3. Fram fer umræða um tillögu fjölmenningarráðs um heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu, samþykkt á fundi MNL 14. nóvember s.l. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um aðgerðir til að draga úr launamun eftir uppruna, ásamt minnisblaði frá mannauðs- og starfsumhverfi dags. í dag. 

    -    Kl. 16.15 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

  5. Fram fer umræða um tillögu mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um upplýsingagjöf og aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum en íslensku á vef Reykjavíkurborgar. 

Fundi slitið klukkan 16:45

Sabine Leskopf Hildur Björnsdóttir