Fjölmenningarráð
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2015, þriðjudaginn 24. nóvember, var haldinn fyrsti opni fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Fjölmenningarráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 17.10. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sabine Leskopf, Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson, Eva Einarsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Halldór Auðar Svansson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Jóna Björg Sætran ásamt fulltrúum í fjölmenningarráði; Thomasz Chrapek, Marina de Quintanilha e Mendonça, Zoë Robert og Grazyina Maria Okuniewska.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, fjallar um stefnumörkun Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda.
2. Formaður fjölmenningarráðs, Thomasz Chrapek, fjallar um starfsemi Fjölmenningarráðs Reykjavíkur og niðurstöður fjölmenningarþings.
3. Sviðsstjórar fagsviða Reykjavíkurborgar fjalla um þjónustu við innflytjendur í Reykjavík frá sjónarhóli síns málaflokks. Til máls taka Berglind Ólafsdóttir, Ómar Einarsson, Helgi Grímsson, Örn Sigurðsson og Stefán Eiríksson.
4. Hlustað er á raddir innflytjenda. Til máls taka Anna Katarzyna Wozniczka og Angelique Kelley frá samtökum kvenna af erlendum uppruna, Renata Emilsson Pesková frá samtökunum Móðurmál og Anna Wojtynska.
5. Fram fara umræður borgarfulltrúa og fundargesta. Til máls taka Cecilia G. Duif, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Nína Helgadóttir, Daniel Adam Spiewak, Cindy Gaeck, Algimantas Reklys, Tamila Garcell, Birna Margrét Júlíusdóttir, Cheick Bangoura, Paul Fontaine, Maria Sastre, Rebeca Lombardo, Grazyina Maria Okuniewska, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sabine Leskopf, Kjartan Magnússon, Skúli Helgason, Jóna Björg Sætran, Hjálmar Sveinsson og Dagur B. Eggertsson.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Sameiginlegur fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar samþykkir að efnt verði til átaks í því skyni að stórefla upplýsingamiðlun til innflytjenda á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þörf er á slíku átaki enda hefur komið fram hér á fundinum að á heimasíðunni er ekki að finna upplýsingar um fjölmenningarráð á öðru tungumáli en íslensku. Þá eru nýjustu fréttir á heimasíðunni, sem eru á erlendum tungumálum, um tveggja ára gamlar. Mælst er til þess að öll svið borgarinnar stórauki upplýsingamiðlun á erlendum tungumálum á vefsíðum sínum og að því verði beint til íþróttafélaga og annarra aðila, sem veita innflytjendum mikilvæga þjónustu, að gera slíkt hið sama.
Vísað til borgarráðs.
Fundi slitið kl. 19.21.
Forseti borgarstjórnar og formaður fjölmenningarráðs gengu frá fundargerðinni.