Fjölmenningarráð - Fundur nr. 9

Fjölmenningarráð

Ár 2017, miðvikudagurinn 15. febrúar, var haldinn 9. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Robert og Grazyna Maria Okuniewska. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Elísabet Pétursdóttir og Juan Camilo Roman Estrada sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um kosningu fulltrúa í fjölmenningarráð.

Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að breytingar verði gerðar á samþykktum fjölmenningarráðs í þá veru að fulltrúar, kosnir á fjölmenningarþingi, verði kosning til fjögurra ára í stað tveggja.

Samþykkt að vísa tillögunni til forsætisnefndar.

2. Fram fer umræða um fjölmenningarþing 2017.

Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að umræðuefni fjölmenningarþings tengist húsnæðis- og atvinnumálum innflytjenda.

Samþykkt að vísa tillögunni til mannréttindaráðs.

Fundi slitið kl. 13.00

Tomasz Chrapek

Zoë Robert Grazyna Maria Okuniewska