Fjölmenningarráð - Fundur nr. 8

Fjölmenningarráð

Ár 2016, þriðjudaginn 8. nóvember var haldinn 8. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.11.00. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Robert, Marina de Quintanilha e Mendonça og Grazyna Maria Okuniewska. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um sameiginlegan fund fjölmenningarráð og borgarstjórnar sem haldinn verður 22. nóvember 2016. Samþykkt var að umræðuefnið yrði að þessu sinni um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um flóttafólk, hælisleitendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Mannréttindaskrifstofa mun sjá um útfærslu og undirbúning fundarins í samvinnu við fjölmenningarráð, forsætisnefnd og skrifstofu borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 12.00

Tomasz Chrapek

Zoë Robert Grazyna Maria Okuniewska

Marina de Quintanilha e Mendonça