No translated content text
Fjölmenningarráð
Ár 2016, miðvikudaginn 21. september var haldinn 7. fundur fjölmenningaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.41. Fundinn sátu Tomasz Chrapek, Zoë Robert, Marina de Quintanilha e Mendonça, Grazyna Maria Okuniewska. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2016 sem er haldið á tveggja ára fresti, þar sem innflytjendur sem búa í Reykjavík hittast og ræða saman.
2. Fram fer umræða um mögulegt samstarfs fjölmenningarráðs við önnur sambærlegt ráð í öðrum sveitarfélögum.
3. Lagt fram bréf um sameiginlegan fund borgarstjórnar og fjölmenningarráðs. R16080033
4. Lagt fram bréf um tillögu að stefnu um frístundaþjónustu. R 14120116
5. Fram fer kynning á starfshópi um túlka- og þýðingaþjónustu sem skoðar túlkamál hjá borginni. Joanna Marcinkowska sem er starfsmaður starfshóps kynnir.
Ráðið fagnar vinnu starfshóps og vill fylgjast með framvindu vinnu hópsins.
6. Fram fer umræða um boð frá lögreglu um að taka þátt í verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Að ósk lögreglu tilnefnir ráð 2 aðila í vinnuhóp.
7. Fram fer umræða um verkefni Fjölmenningarráðs.
Fundi slitið kl. 14.05
Tomasz Chrapek
Zoë Robert Grazyna Maria Okuniewska
Marina de Quintanilha e Mendonça