Fjölmenningarráð - Fundur nr. 65

Fjölmenningarráð

Ár 2023, þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn 65. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.03. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Christina Anna Milcher, Milan Chang Gudjonsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Monika Gabriela Bereza. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um utanumhald um fjölmenningasamfélag á óvissutímum.

  Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fjölmenningarráð hvetur Reykjavíkurborg og önnur stjórnvöld til þess að huga vel að upplýsingagjöf til fjölmenningarsamfélagsins þegar óvissuástand skapast, til dæmis vegna heilbrigðis- eða náttúruvár. Það sama á við um gerð viðbragðsáætlana. Mikilvægt er að tryggja skilvirka upplýsingagjöf til íbúa sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. að veiting upplýsinganna sé á tungumáli sem íbúarnir skilja. Huga þarf að því að tengslanet stjórnvalda við fjölmenningarsamfélagið sé öflugt, m.a. í því skyni að miðla upplýsingum áfram um náttúruvá til innflytjenda.

  MSS22090148

 2. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 8.nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar fjölmenningarráðs um drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar.

  Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að vinna drög að umsögn um stefnuna í samráði við fulltrúa fjölmenningarráðs.

  Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. ÞON23010021

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um könnun Félagsvísindastofnunnar, Einangrun eldra fólks – greining á einangrun og einmanaleika eldra fólks eftir uppruna. MSS23100054

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um grænbók um málefni innflytjenda og flóttafólks.

  Samþykkt að fela formanni fjölmenningarráðs að vinna drög að umsögn um Grænbók í samráði við fulltrúa fjölmenningarráð.MSS23110080

  Fylgigögn

 5. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar um móðurmálkennslu, sbr. samþykkt borgarráðs þann 19.október sl.

  Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fjölmenningarráð fagnar samningi Reykjavíkurborgar við Samtökin Móðurmál og Vinasamtök pólska skólans um móðurmálskennslu. Samningurinn er mikilvægur liður í því að tryggja reykvískum börnum með annað móðurmál en íslensku gjaldfrjálsa móðurmálskennslu. Í því felst viðurkenning á náminu sem fullgildu námi og tryggir um leið að foreldrar barna með annað móðurmál en íslensku geti nú nýtt frístundastyrkinn til að greiða fyrir frístundastarf barna í stað þess að nýta hann til greiða fyrir nám.

  SFS23090177

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning um ráðstefnu Fjölmenningarborga sem fram fór í Bilbao á Spáni í nóvember 2023. MSS23030140

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.27

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Christina Anna Milcher Milan Chang

Monika Gabriela Bereza

PDF útgáfa fundargerðar
Fjölmenningarráð 28.11.2023 - prentvæn útgáfa