Fjölmenningarráð
Ár 2023, þriðjudaginn 26. september var haldinn 64. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.06. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Christina Anna Milcher, Monika Gabriela Bereza. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helgi Áss Grétarsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram fundardagatal fjölmenningarráðs 2023-2024. MSS22090148
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 30. ágúst 2023 um að David Paul Peter Nickel taki sæti sem varafulltrúi í fjölmenningarráði. MSS22070011
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt.
Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22020075
Fylgigögn
-
Fram fer kynning um fundarsköp, réttindi og skyldur fulltrúa í fjölmenningarráði.
Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23090134
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16.17
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Monika Gabriela Bereza
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 26. september 2023