Fjölmenningarráð - Fundur nr. 63

Fjölmenningarráð

Ár 2023, þriðjudaginn 29. ágúst, var haldinn 63. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.04. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Christina Anna Milcher, Milan Chang Gudjonsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Monika Gabriela Bereza. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.
Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram fundardagatal fjölmenningarráðs 2023-2024. MSS22090148

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tilnefning Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, dags. 18. ágúst 2023 um að Christina Milcher taki sæti sem aðalfulltrúi í fjölmenningarráði í stað Shelagh Smith. Jafnframt að Marion Poilvez taki sæti sem varamaður í stað Margaret Johnson. MSS22070011

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tilnefning Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 25. ágúst 2023 um að Monika Gabriela Bereza taki sæti sem aðalfulltrúi í fjölmenningarráði í stað Christinu Milcher.  MSS22070011

  Fylgigögn

 4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að breyta samþykkt fjölmenningarráðs, sbr. 3. lið fundargerðar fjölmenningarráðs frá 30. maí 2023. Greinagerð fylgir tillögunni.

  Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

  Fjölmenningarráð beinir því til borgarráðs, í samhengi við mótun stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík, að hlutverk fjölmenningarráðs sem ráðgjafar- og umsagnaraðila, verði skerpt gagnvart öðrum ráðum og nefndum innan borgarinnar um málefni og hagsmuni fjölmenningarsamfélagsins í Reykjavík. Einnig verði það tekið til sérstakrar skoðunar hvort breyta eigi hvernig ráðið er skipað.

  Breytingartillagan er samþykkt.

  Tillagan er samþykkt svo breytt.

  Vísað til afgreiðslu borgarráðs. MSS23050138

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning velferðarsviðs á stöðu útlendinga sem synjað er um alþjóðlega vernd.

  Fulltrúar Framsóknar, Sameykis, Móðurmál og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar harmar þá stöðu sem uppi er í málefnum hælisleitenda sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd. Það er mat Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Sambands íslenskra sveitarfélaga að málaflokkurinn sé á ábyrgð ríkisins og nauðsynlegt að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu á meðan þeir eru hér á landi. Brýnt er að skýrt sé kveðið á um hvað taki við eftir að einstaklingi er synjað um alþjóðlega vernd og grunnþjónusta fellur niður. Ekkert samtal átti sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna áður en þau voru samþykkt á Alþingi Íslendinga.

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir þá kynningu sem veitt var um stöðu þeirra sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Synjun af þessu tagi leiðir til þess að umsækjandi um alþjóðlega vernd má ekki dveljast á Íslandi. Þetta málefni, sem ríkið á aðallega að sinna, en ekki sveitarfélög, fellur tæplega undir verksvið fjölmenningarráðs eins og það er skilgreint í 2.- 4. gr. í samþykktum ráðsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins getur því ekki fallist á að rita undir bókun sem aðrir í ráðinu hafa samþykkt. Að lokum er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti stjórnmálaályktun á fundi fulltrúaráðs flokksins laugardaginn 26. ágúst sl. þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Útlendingalöggjöfina þarf að þróa áfram af ábyrgð og raunsæi með löggjöf og framkvæmd annarra Norðurlanda sem fyrirmynd. Styðja þarf vel við flóttafólk sem hlýtur alþjóðlega vernd og aðstoða það við að aðlagast íslensku samfélagi. Þeim sem ekki fá alþjóðlega vernd skal gert að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er eftir að niðurstaða í þeirra málum liggur fyrir lögum samkvæmt. Þeir sem ekki eiga samvinnu við yfirvöld skulu sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að brottvísa af landinu.

  Rannveig Einarsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23080045

  Fylgigögn

 6. Fram fer kynning á aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026 (áætlun sveitafélaga um jafnréttismál).

  Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010102

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.43

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Christina Anna Milcher Milan Chang

Monika Gabriela Bereza

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 29. ágúst 2023