Fjölmenningarráð - Fundur nr. 62

Fjölmenningarráð

Ár 2023, þriðjudaginn 30. maí, var haldinn 62. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:04. Fundinn sátu Unnur Þöll Benediktsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Christina Anna Milcher. Einnig sat fundinn Elísabet Pétursdóttir. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Fjölmenningarhátíð á vegum Sendiherra Breiðholti sem fram fór í Fjölskyldu og húsdýragarði þann 13. maí. MSS23040154

    Jóhannes Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:
    Fjölmenningarráð vill þakka fyrir vandaða kynningu á Fjölmenningarhátíð sem Sendiherrar í Breiðholti héldu í samstarfi við aðra aðila í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 13. maí síðastliðinn. Það var frábært hversu margir sáu sér fært að taka þátt í hátíðinni en talið er að yfir 3.200 manns hafi mætt á hátíðina. Framkvæmd hátíðarinnar í ár veitir sannarlega innblástur og góð fyrirheit um áframhaldandi öflugt starf á vegum Sendiherra í Breiðholti. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um undirbúning Fjölmenningarþings haust 2023. MSS23010211

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 24. maí sl.,

    Fjölmenningarráð beinir því til borgarráðs, í samhengi við mótun stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík, að samþykkt fjölmenningarráðs verði endurskoðuð. Við þá endurskoðun verði sérstök áhersla lögð á að skerpa á hvert sé hlutverk fjölmenningarráðs og hvernig það sé skipað.

    Greinagerð fylgir tillögunni. MSS23050138

    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um sameiginlegan fund velferðarráðs og fjölmenningarráðs Haust 2023. MSS23040153

    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar að undirbúa Sameiginlegan fund í samstarfi við Velferðarsvið.

Fundi slitið kl. 16:18

Helgi Áss Grétarsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

Christina Anna Milcher

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð öldungaráðs 30. maí