Fjölmenningarráð - Fundur nr. 61

Fjölmenningarráð

Ár 2023, þriðjudaginn 25. apríl, var haldinn 61. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.05. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helgi Áss Grétarsson, Christina Anna Milcher. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Milan Chang Gudjonsson. Einnig sat fundinn Elísabet Pétursdóttir. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til upplýsingar tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um mótun stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík, sbr. samþykkt borgarstjórnar þann 18.apríl 2023. MSS23040112

    Fylgigögn

  2. Lögð fram auglýsing um styrki úr Hvatasjóði  Háskólans í Reykjavík. MSS23040152

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Velferðarkaffi fyrirhugaðan sameiginlegan fund velferðarráðs og fjölmenningarráðs. MSS23040153

  4. Fram fer kynning um Fjölmenningarhátið húsdýragarðsins í  Reykjavík. MSS23040154

    Ingi Thor Jónsson og Jóhannes Guðlaugsson taka sæti á fundi undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á niðurstöðum vinnufundar fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og sendiherra Breiðholts. MSS23010211

    Samþykkt að fela mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar að byrja undirbúning á Fjölmenningarþingi 2023.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks hjá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. MSS23040155

    Áshildur Linnet tekur sæti á fundinum undir þessum lið  með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.47

Magnea Gná Jóhannsdóttir
Helgi Áss Grétarsson
Christina Anna Milcher
Milan Chang Gudjonsson

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Milan Chang

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 25. apríl 2023