Fjölmenningarráð - Fundur nr. 58

Fjölmenningarráð

Ár 2023, þriðjudaginn 24. janúar, var haldinn 58. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.06. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Shelagh Smith, Milan Chang Gudjonsson, Helgi Áss Grétarsson, Christina Anna Milcher. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Milan Chang Gudjonsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir.
Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. janúar 2023, um að Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti sem varafulltrúi í fjölmenningarráði í stað Jórunnar Pálu Jónasdóttur. MSS22060054

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi og sögu fjölmenningarráðs. MSS23010204

    -    Kl. 15.08 tekur Milan Chang Gudjonsson sæti á fundi með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á starfsemi W.O.M.EN, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MSS23010208

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á starfsemi Móðurmáls, Samtök um fjöltyngi. MSS23010209

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á starfsemi Sameykis, stéttarfélag í almannaþjónustu. MSS23010210

  6. Fram fer umræða um fjölmenningarþing 2023. MSS23010211

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16:35

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Shelagh Smith Christina Anna Milcher

Milan Chang

PDF útgáfa fundargerðar
Fjölmenningarráð 24.1.2023 - Prentvæn útgáfa