Fjölmenningarráð - Fundur nr. 57

Fjölmenningarráð

Ár 2022, þriðjudaginn 29. nóvember, var haldinn 57. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.02. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Shelagh Smith, Milan Chang Gudjonsson, Helgi Áss Grétarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Christina Anna Milcher. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir. Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á íslensku kennslu á vinnutíma fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna. MSS22110208

    Irina Ogurtsova tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð fagnar þeirri íslenskukennslu sem stendur starfsfólki Reykjavíkur til boða á vinnutíma. Öflug íslenskukennsla er mikilvægur liður í inngildingu fólks inn í íslenskt samfélag.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning um niðurstöður könnunar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna og sem eru félagar í Sameyki. MSS22110217

    Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Könnun sem Sameykis lét gera gefur til kynna að hluti starfsfólks hafi ekki getað sótt íslenskunámskeið á vinnutíma vegna manneklu á vinnustað þeirra. Þetta telur Fjölmenningarráð óviðunandi og vonar að fundin verði farsæl lausn til framtíðar. Aukin sýnir könnun Sameykis að starfsfólk af erlendum uppruna þekki síður réttindi sín. Þess vegna telur fjölmenningarráð gífurlega mikilvægt að starfsfólk af erlendum uppruna fái góða kynningu á sínum réttindum. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um starf fjölmenningarráðs 2023. MSS22100206

Fundi slitið kl. 17:01

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Milan Chang Shelagh Smith

PDF útgáfa fundargerðar
57. Fundargerð fjölmenningarráðs frá 29. nóvember 2022.pdf